Ireland Iceland Travel

Býður upp á innihaldsríkar ferðir um Evrópu með íslenskri fararstjórn

AFHVERJU AÐ VELJA IRELAND ICELAND TRAVEL?

Ferða og viðburðarsmiðja

Ireland Iceland Travel sér um og skipuleggur skemmtiferðir, árshátíðir, fræðsluferðir, menningaferðir og ýmsar upplifanir fyrir fjöldan allan af fyrirtækjum og öðrum hópum árlega. Við leggjum áherslu á að veita klæðskerasniðnar lausnir og góða þjónustu. Ireland Iceland Travel skipuleggur einnig ráðstefnur, fundi, viðburði eða sýningar. Það er okkar skoðun að vel heppnuð ráðstefna, fundur, viðburður eða sýning er öflugt markaðstæki. Þátttaka og sýnileiki á slíkum viðburði skapar fyrirtækjum og félagasamtökum færi á margvíslegum skoðanaskiptum.

Við leggjum ríka áherslu á að uppfylla kröfur viðskiptavinarins hverju sinni. Við vinnum af kappsemi sem ein heild með öllu því ólíka fólki sem tekur þátt í hverju verkefni.

Það er okkar loforð að við leggjum okkur fram við að vera skapandi og vakandi fyrir nýjungum og vinna af ástríðu að öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem við sjáum um.

Ireland Iceland Travel er ferða og viðburðarþjónustufyrirtæki skrásett á Írlandi, en með íslendinga sem markhóp. 

Þrátt fyrir nafnið Ireland Iceland Travel, þá bjóðum við upp á viðburði og ferðir í ótal öðrum löndum.

Þar sem fyrirtækið er skrásett á Írlandi lútum við írskum fyrirtækjalögum og því eru flest okkar verð í evrum. Þannig náum við að sama skapi að halda góðu og samkeppnishæfu verðlagi á öllum okkar ferðum og viðburðum.

AFHVERJU AÐ VELJA IRELAND ICELAND TRAVEL?

Vegna þess að þú vilt:

nýta tímann vel og lifa þig inn í raunveruleika staðanna sem þú heimsækir.geta valið úr fjölbreyttum, óvenjulegum og spennandi gististöðum.nýja reynslu og ævintýri í mat, drykk, ferðum og upplifun.íslenska leiðsögn byggða á þekkingu og aðgangi að lífi og hefðum heimamanna.sérfræðiþekkingu og reynslu í að þjóna stórum hópum, félagasamtökum og fyrirtækjum.

Vegna þess að þú vilt ekki:

vond hótel í vafasömum hverfum.láta blekkjast af ferðamannabókum og ferðamannagildrum.enda á sömu stöðum að upplifa það sama og aðrir.eyða dýrmætum ferðatíma í að átta þig á grundvallaratriðum.eyða tíma í sjálfur að bóka ferð fyrir stóran hóp eða viðburð.

Í júní 2016 fór Freyjukórinn, kvennakór úr Borgarfirði, í kórferðalag til Írlands sem Iceland-Ireland skipulagði. Undirbúningur ferðarinnar hófst snemma eða í október 2015 og þó ferðalangar og skipuleggjendur (-andi) hafi verið í sitt hvoru landinu þá gengu samskiptin mjög vel, Kristín svarað öllum okkar fyrirspurnum um hæl og fundaði með okkur á Skype eftir þörfum. Þetta var 10 daga ferð sem hófst í Wiklow, þaðan var farið til Norður Írlands, og endað í Dún Laoghaire, yndislegum bæ við Dublin. Það var einsktaklega gaman að keyra um fallega Írland og má nefna ferðalagið eftir ströndinni norðureftir sem var stórkostlegt. Kórinn hélt tvenna tónleika, þá fyrri í borginni Derry í St Columb´s dómkirkjunni og var það samdóma álit hópsins að borgin Derry væri stórkostleg og einstaklega áhrifamikið að kynna sér sögu hennar. Seinni tónleikarnir voru síðan í The Studio of the Lexicon í Dún Laoghaire. Kristín sá um skipulag tónleikanna og var meira að segja svo elskuleg að hún sá einnig um að kynna lögin, sem voru að stórum hluta íslensk, og sagði söguna á bak við þau. Ferðin tókst vel í alla staði og voru allir himinlifandi með hana. Kristín Einarsdóttir er frábær skipuleggjandi og fararstjóri og kom hún til móts við allar þær óskir og sérþarfir, sem eru nú ekki fáar hjá heilum kvennakór! Einstaklega eftirminnileg ferð og ættu allir í stórum hópi að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Ferðanefnd Freyjukórsins 2015-2016

Um Okkur

Ireland Iceland Travel var stofnað í Dublin árið 2015 af Kristínu Einarsdóttur, sem búsett var í borginni um árabil og fékk brennandi áhuga á að kynna hið raunverulega Írland fyrir íslendingum. Fljótlega vatt starfsemi fyrirtækisins upp á sig og í dag einskorðast ferðir okkar og viðburðir sannarlega ekki við Írland, heldur erum við með ferðir um heim allan.

Styrkleiki Ireland Iceland Travel liggur í öflugri liðsheild og hæfileikum fagfólks á hverju sviði. Saman vinnum við að því markmiði að vanda til verka og vinna vel, bæði af elju og áhuga og höfum gaman af. Við erum í dag kröftugur hópur einstaklinga með fagmennskuna að leiðarljósi og við einsetjum okkur að gera sérhvert verkefni eftirminnilegt og hnökralaust frá upphafi til enda.

Hafið Samband

info@irelandicelandtravel.com / kristin@irelandicelandtravel.com 

Skoða ferðir

Follow us!