info@irelandicelandtravel.com / kristin@irelandicelandtravel.com
Skoða ferðir
Býður upp á innihaldsríkar ferðir um Evrópu með íslenskri fararstjórn
Viltu koma í ferð og kynnast hinni stórbrotnu og sársaukafullu sjálfstæðisbaráttu íra með tveimur Írlands-nördum sem báðar eru helteknar af átakasögu Írlands?
Við erum Kristín Einars og Sólveig Jónsdóttir og þann 10 júlí 2020, ætlum við að hittast í Dublin þar sem við hefjum leikinn og færa okkur síðan upp til Norður Írlands, þar sem við munum skoða Belfast, kynnast hverfum Kaþólskra og Mótmælenda, skoða friðarvegginn og pólitískar veggmyndir áður en við síðan ökum í gegnum lítil afskekkt þorp á nyrsta hluta Írlands, yfir til Derry.
Sólveig er stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í þjóðernishyggju og þjóðernisátökum með áherslu á átökin á Norður-Írlandi frá Edinborgarháskóla. Sólveig er einnig höfundur bókarinnar Heiður sem gerist á Norður Írlandi og kom út á þessu ári. Hugmyndina að bókinni fékk hún í miðri Bloody Sunday minningargöngunni 2011 en sagan fjallar um Heiði McCarron sem reynir að finna út úr örlögum föður síns, sem dó í hungurverkfalli í fangelsi.
Kristín er með meistaragráðu í kynþátta,- þjóðarbrota og friðarrannsóknum frá Trinity College í Dublin og hefur um árabil verið leiðsögumaður á Norður Írlandi og í Írska lýðveldinu. Kristín hefur sérstaklega verið áhugasöm og skoðað aðkomu kvenna að Írska Lýðveildishernum (IRA).
Báðar hafa Kristín og Sólveig verið búsettar í Dublin.
Í Dublin skoðum við alla helstu staði er viðkoma sjálfstæðisbaráttu Íra. í Belfast þá munum við verða vitni af hinni árlegu göngu mótmælenda (Óraníu reglunnar) sem er farin 12 júlí ár hvert til að halda upp á sigur mótmælendakonungsins Vilhjálms af Óraníu yfir kaþólskum kóngi James öðrum fyrir 315 árum.
Gist verður á þriggja til fjögurra stjörnu hótelum og verður morgunverður og tveir kvöldverðir innifalið í verði ferðar. Ekið verður frá Dublin í rútu til Norður Írlands.
Íslensk fararstjórn allan tíman.
-----------------------------------------
EILÍTIÐ UM SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU ÍRA.
Í upphafi 19. aldar lauk stuttu frelsisskeiði með stjórnmálasambandi við Stóra-Bretland. Þá hófst tími kúgunar og vopnaðrar andstöðu. Árið 1844 var borgarstjórinn, Daniel O'Collell, fangelsaður fyrir að ala á óánægju fólks og nokkrum árum síðar voru margir forustumenn handteknir, þ.á.m. Charles Stuart Parnell, og geymdir í Kilmainham fangelsinu. Leynifélög drápu miskunnarlaust pólitíska andstæðinga sína og aðgerðir aðskilnaðarsinna mögnuðust.
Árið 1916 hófst páskauppreisnin í Dyflinni. Uppreisnarmenn náðu pósthúsinu og öðrum opinberum byggingum undir sig. Árið 1919 myndaði Sinn Fein (Við sjálfir) ríkisstjórn í Mansion House undir forustu Eamon de Valera. Á meðan á borgarastyrjöldinni stóð, hinn 25. maí árið 1921, var tollhúsið brennt. Þrátt fyrir endurskoðun og lagfæringar samnings Breta og Íra árið 1922, sem gerðu Írland að frjálsu og óháðu ríki, héldu óeirðir áfram í Dyflinni fram til 1927. Harkan í uppreisninni vakti reiði meðal (kaþólskra) Íra, frelsisfylkingin tvíefldist og blés í herlúðra gegn breskum yfirráðum og blóðugt frelsisstríð var háð á árunum 1919-1921. Írski lýðveldisherinn, IRA (Irish Republican Army), beitti þar skæruhernaði gegn ofureflinu, breska hernum, með nægilega góðum árangri til að bresk stjórnvöld ákváðu árið 1921 að ganga til samninga. Niðurstaða samningaviðræðnanna varð sú að Írland fékk fullveldi (varð það sem kallað var „fríríki”) í konungssambandi við Bretland. En um leið varð til sérstakt ríki í Ulster – Norður-Írland – með sömu réttindi þar sem mótmælendur réðu ríkjum.
Þjóðfrelsissinnar í Dublin undu þessu illa – háðu reyndar borgarastríð 1922-1923 um samninginn við Breta – en niðurstaðan var semsagt sú, að frelsisbaráttu Íra lyktaði með þessum ófullkomna sigri, þ.e. hluti eyjunnar var skorinn frá og tilheyrði áfram Bretlandi. Voru 62% íbúa Norður-Írlands í upphafi mótmælendur, 38% voru hins vegar kaþólikkar sem hefðu kosið að deila gleðinni með félögum sínum sunnar í Írlandi. Í staðinn var þetta fólk innlyksa í hinu nýja ríki mótmælenda, Norður-Írlandi.
Bresk stjórnvöld voru þeirri stund fegnust þegar vandamál Írlands höfðu verið tekin af dagskrá breskra stjórnmála með samningnum árið 1921. Þau skiptu sér því lítið af framferði þeirra manna sem réðu ríkjum í Belfast, höfuðstað Norður-Írlands, frá 1921. Þar er að finna rætur þeirra átaka sem blossuðu upp á Norður-Írlandi á sjöunda áratug síðustu aldar.
Á endanum risu kaþólikkar loks upp, blásnir andagift frá Bandaríkjunum þar sem blökkumannaleiðtoganum Martin Luther King hafði tekist að koma aðstæðum blökkufólks á dagskrá stjórnmálanna.
Mannréttindahreyfing kaþólikka var í upphafi friðsamleg. Yfirvöld í Belfast og þá einkum lögreglan brugðust hins vegar við af offorsi og beittu ofbeldi þegar kaþólikkar gengu kröfugöngur sínar. Frá árinu 1968 ríkti skálmöld á Norður-Írland og atburðir blóðuga sunnudagsins (Bloody Sunday) 31. janúar 1972 mörkuðu síðan þáttaskil. Þá skutu breskir hermenn þrettán óbreytta og óvopnaða kaþólska borgara til bana í kröfugöngu í borginni Derry.
FERÐAÁÆTLUN (Ítarlegri ferðaáætlun birtist síðar)
10. JÚLÍ
Koma til Dublin í kringum hádegi (bæði WOW og Icelandair lenda fyrir hádegi). Hópnum komið á hótel í miðborginni. Síðdegis verður gönguferð með fararstjórum um miðborgina og helstu kennileiti og krár skoðaðar. Sameiginlegur kvöldverður á veitingastað í miðborginni eftir göngu.
11.JÚLÍ
Hópurinn hittist og gengur saman að GPO þar sem fararstjórar fara yfir söguna er tengist þessu merka húsi. Því næst verður farið í svokallaðan Rebellion Tour með sérhæfðum leiðsögumanni.
12.JÚLÍ
Rúta sækir hópinn og ekur sem leið liggur til Belfast. Þennan dag er Orange gangan og munum við koma beint í hana. Siðdegi: Hópur innritaður á hótel og sameiginlegur kvöldverður á hóteli.
13.JÚLÍ
Rútuferð um hverfi kaþólskra og mótmælenda. Friðarveggurinn skoðaður. Síðdegis gefst tækifæri á að heimsækja Titanic Safnið fyrir þá sem vilja.
14.JÚLÍ
Ekið til Derry meðfram norður strandlengjunni. Þorp og bæir sem á vegi verða skoðaðir.
15.JÚLÍ
Derry - Bogside Hverfið skoðað og farið yfir söguna í kringum hinn blóðuga sunnudag. Borgarmúrinn í Derry skoðaður og einnig St. Columbs dómkirkjan.
16.JÚLÍ
Frjáls tími í Derry. Síðdegis ekið að Carrickdale Hotel við Dundalk
17.JÚLÍ
Heimferð
Verð miðast við að tveir deili herbergi. €40 bætast við á hverja gistinótt ef óskað er eftir sérbýli.
Ferðin miðast við ákveðin fjölda þátttakenda og áskilur Ireland Iceland Travel sér rétt á að fella niður ferð og endurgreiða þeim sem greitt hafa, náist ekki tilskilinn fjöldi í ferðina.
Innifalið í verði ferðar
Ekki innifalið
Allar nánari upplýsingar veitir Kristín: kristin@irelandicelandtravel.com
Ireland Iceland Travel sér um og skipuleggur skemmtiferðir, árshátíðir, fræðsluferðir, menningaferðir og ýmsar upplifanir fyrir fjöldan allan af fyrirtækjum og öðrum hópum árlega. Við leggjum áherslu á að veita klæðskerasniðnar lausnir og góða þjónustu. Ireland Iceland Travel skipuleggur einnig ráðstefnur, fundi, viðburði eða sýningar. Það er okkar skoðun að vel heppnuð ráðstefna, fundur, viðburður eða sýning er öflugt markaðstæki. Þátttaka og sýnileiki á slíkum viðburði skapar fyrirtækjum og félagasamtökum færi á margvíslegum skoðanaskiptum.
Við leggjum ríka áherslu á að uppfylla kröfur viðskiptavinarins hverju sinni. Við vinnum af kappsemi sem ein heild með öllu því ólíka fólki sem tekur þátt í hverju verkefni.
Það er okkar loforð að við leggjum okkur fram við að vera skapandi og vakandi fyrir nýjungum og vinna af ástríðu að öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem við sjáum um.
Ireland Iceland Travel er ferða og viðburðarþjónustufyrirtæki skrásett á Írlandi, en með íslendinga sem markhóp.
Þrátt fyrir nafnið Ireland Iceland Travel, þá bjóðum við upp á viðburði og ferðir í ótal öðrum löndum.
Þar sem fyrirtækið er skrásett á Írlandi lútum við írskum fyrirtækjalögum og því eru flest okkar verð í evrum. Þannig náum við að sama skapi að halda góðu og samkeppnishæfu verðlagi á öllum okkar ferðum og viðburðum.
AFHVERJU AÐ VELJA IRELAND ICELAND TRAVEL?
Vegna þess að þú vilt:
nýta tímann vel og lifa þig inn í raunveruleika staðanna sem þú heimsækir.geta valið úr fjölbreyttum, óvenjulegum og spennandi gististöðum.nýja reynslu og ævintýri í mat, drykk, ferðum og upplifun.íslenska leiðsögn byggða á þekkingu og aðgangi að lífi og hefðum heimamanna.sérfræðiþekkingu og reynslu í að þjóna stórum hópum, félagasamtökum og fyrirtækjum.
Vegna þess að þú vilt ekki:
vond hótel í vafasömum hverfum.láta blekkjast af ferðamannabókum og ferðamannagildrum.enda á sömu stöðum að upplifa það sama og aðrir.eyða dýrmætum ferðatíma í að átta þig á grundvallaratriðum.eyða tíma í sjálfur að bóka ferð fyrir stóran hóp eða viðburð.
Í júní 2016 fór Freyjukórinn, kvennakór úr Borgarfirði, í kórferðalag til Írlands sem Iceland-Ireland skipulagði. Undirbúningur ferðarinnar hófst snemma eða í október 2015 og þó ferðalangar og skipuleggjendur (-andi) hafi verið í sitt hvoru landinu þá gengu samskiptin mjög vel, Kristín svarað öllum okkar fyrirspurnum um hæl og fundaði með okkur á Skype eftir þörfum. Þetta var 10 daga ferð sem hófst í Wiklow, þaðan var farið til Norður Írlands, og endað í Dún Laoghaire, yndislegum bæ við Dublin. Það var einsktaklega gaman að keyra um fallega Írland og má nefna ferðalagið eftir ströndinni norðureftir sem var stórkostlegt. Kórinn hélt tvenna tónleika, þá fyrri í borginni Derry í St Columb´s dómkirkjunni og var það samdóma álit hópsins að borgin Derry væri stórkostleg og einstaklega áhrifamikið að kynna sér sögu hennar. Seinni tónleikarnir voru síðan í The Studio of the Lexicon í Dún Laoghaire. Kristín sá um skipulag tónleikanna og var meira að segja svo elskuleg að hún sá einnig um að kynna lögin, sem voru að stórum hluta íslensk, og sagði söguna á bak við þau. Ferðin tókst vel í alla staði og voru allir himinlifandi með hana. Kristín Einarsdóttir er frábær skipuleggjandi og fararstjóri og kom hún til móts við allar þær óskir og sérþarfir, sem eru nú ekki fáar hjá heilum kvennakór! Einstaklega eftirminnileg ferð og ættu allir í stórum hópi að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Ireland Iceland Travel var stofnað í Dublin árið 2015 af Kristínu Einarsdóttur, sem búsett var í borginni um árabil og fékk brennandi áhuga á að kynna hið raunverulega Írland fyrir íslendingum. Fljótlega vatt starfsemi fyrirtækisins upp á sig og í dag einskorðast ferðir okkar og viðburðir sannarlega ekki við Írland, heldur erum við með ferðir um heim allan.
Styrkleiki Ireland Iceland Travel liggur í öflugri liðsheild og hæfileikum fagfólks á hverju sviði. Saman vinnum við að því markmiði að vanda til verka og vinna vel, bæði af elju og áhuga og höfum gaman af. Við erum í dag kröftugur hópur einstaklinga með fagmennskuna að leiðarljósi og við einsetjum okkur að gera sérhvert verkefni eftirminnilegt og hnökralaust frá upphafi til enda.
info@irelandicelandtravel.com / kristin@irelandicelandtravel.com
Skoða ferðir